Monday19 August 2019

Faglegir ráðgjafar

Faglegir ráðgjafar

Hlutverk faglegra ráðgjafa Félags kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum er að lesa yfir aðsendar greinar, gagnrýna þær og samþykkja til birtingar á vefsíðu félagsins. Með þessu vill stjórn félagsins viðhalda fagmennsku við val á efni sem finna má á vefsíðunni.

Dr. Gunnar E. Finnbogason, dósent í menntunarfræðum við KHÍ. Meðal kennslugreina hans má nefna heimspeki og hugmyndasögu menntunar, almenna kennslufræði og siðfræði.

Gunnar J. Gunnarsson, guðfræðingur og lektor í trúarbragðafræðum og trúarbragðakennslu við KHÍ.

Dr. Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda og dósent við Williams - háskólann í Massachusett.