Íslam Fróðleikur Bækur um íslam

Wednesday26 June 2019

Bækur um íslam

Fræðibækur

image004 159Magnús Þorkell Bernharðsson (2005).Píslarvottar nútímans. Samspil trúar og stjórnmála í Írak og Íran. Reykjavík: Mál og menning.

Í bókinni fjallar höfundur um sögu stjórnmála og trúarbragða í Íran og Írak og reynir að varpa ljósi á ástandið eins og það blasir við í dag. Hann rökstyður til dæmis að trúin hafi ekki verið miðlægur þáttur í stjórnmálum þessara landa lengst af 20. öldinni en margt bendi til þess að vægi hennar eigi eftir að aukast mjög á næstu árum og áratugum. Þá lýsir höfundur erlendum afskiptum af málefnum Íraks og Írans og hvernig sú beiska reynsla hefur mótað tortryggni íbúa Mið-Austurlanda í garð Vesturlanda.

image006 168Armstrong, K. (1993). Muhammad. A Biography of the Prophet. New York: HarperCollins Publshers.

Fyrir þá sem hafa áhuga á sögu spámannsins, Múhameðs, mælum við með ævisögu spámannsins. Karen Armstrong er þekktur fræðimaður í trúarbragðafræðum og hefur skrifað fjölda viðurkenndra bóka. Þessi bók er í senn fræðandi og skemmtileg aflestrar og gefur innsýn í ævi spámannsins og samferðafólks hans. Í bókinni er komið inn á konurnar í lífi Múhameðs, líf hans og störf og sögu þeirra atburða í lífi hans sem múslimar minnast.

image008 203Robinson, D. (1997). The Simple Guide to Islam. Kent: Global Books Limited.

Bókin er einfaldur leiðarvísir um helstu atriði í islam. Hér má finna upplýsingar um Múhameð spámann, sögu hans og islam, hefðir í islömskum arkitektúr, heilaga texta (Kóraninn), trúarlegar athafnir og siði, pílagrímsferðina til Mekka, helstu hátíðir og flest það sem tengist því að vera múslimi.

Kidwai, A. (2000). Islam. Leicester: Silverdale Books.

Fræðirit um uppruna, sögu og útbreiðslu islam, auk sögu Múhameðs og samfélagsins í Saudi-Arabíu á tímum hans, trúarsiðum og iðkun trúarinnar. Hvað merkir það að vera múslimi? Þá er komið inn á sufisma sem sprottinn er úr islam, listir í islam og helga staði og þekktar moskur, sem oftar en ekki eru einstæð listaverk arkitekta.

Sögur til að lesa með nemendum

image010 162Matthews, M. (). Magid Fasts for Ramadan. New York: Clarion Books.

Sagan er um Magid, átta ára strák, sem vill fasta í Ramadan en fjölskyldan hans telur hann of ungan til þess. Í bókinni eru myndir á hverri síðu og sagan er á þægilegri ensku, tilvalið að lesa hana eða endursegja nemendum.

image012 120Ghazi, S.H. (1996). Ramadan. New York: Holiday House.

Sagan er um Hakeem og segir frá lífi hans og fjölskyldu í kringum Ramadan mánuð. Bókin er full af fróðleik um islam og kemur inn á mikilvægi þessa mánaðar og siða tengda honum fyrir múslima. Bókin er sérlega fallega myndskreytt og er á þægilegri ensku, tilvalið er að lesa hana eða endursegja nemendum.