Kristindómur

Monday19 August 2019

Kristindómur

KristindómurKristnin er eingyðistrú sem byggir á trú á einn Guð, eilífan skapara og Jesú Krist sem endurlausnara mannkyns. Kristnin segir að guðdómurinn hafi íklæðst holdi, mannsmynd, í Jesú frá Nasaret og kristnir menn trúa því að Jesús hafi dáið á krossi og risið upp frá dauðum. Kjarni kristninnar er trúin á hina heilögu þrenningu: föður, son og heilagan anda. Biblían er helgasta trúarrit kristinna manna og telja þeir hana innblásna af Guði. Kristnin er útbreiddust allra trúarbragða heims með yfir tvo milljarða fylgjanda.